
Walid Regragui þjálfari Marokkó er gríðarlega stoltur af sínum mönnum þrátt fyrir tap gegn Frakklandi í undanúrslitum á HM í kvöld.
Fáir bjuggust við því að sjá Marokkó komast alla þessa leið. Liðið var í miklum meiðslavændræðum fyrir leikinn.
„Við gáfum allt í þetta, það er það mikilvægasta í þessu. Við vorum í meiðslavandræðum, við misstum Aguerd í upphitun, svo Saiss og Mazraoui. En það er engin áfsökun," sagði Regragui.
Komust ekki almennilega inn í leikinn.
„Okkur var refsað fyrir minnstu mistök. Við komumst ekki almennilega inn í leikinn og seinna markið drap okkur en það tekur ekki frá okkur það sem við erum búin að gera."
Athugasemdir