mið 14. desember 2022 16:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ronaldo æfir á velli í eigu Real Madrid
Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo.
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo tók sér ekki langa pásu frá fótbolta eftir að vegferð Portúgal á HM í Katar lauk.

Portúgal féll úr leik á HM síðastliðinn laugardag er liðið tapaði gegn Marokkó í átta-liða úrslitunum.

Ronaldo, sem er orðinn 37 ára, yfirgaf Manchester United áður en heimsmeistaramótið í Katar hóf göngu sína. Hann fór í eldfimt viðtal við Piers Morgan þar sem hann lýsti yfir óánægju sinni með ýmislegt hjá United. Í kjölfarið var samningi hans hjá félaginu rift.

Spænski fjölmiðillinn Relevo segir frá því að Ronaldo hafi farið til Spánar eftir að mótinu lauk og þar æfi hann nú.

Hann hefur fengið að æfa á æfingasvæði Real Madrid þar sem hann á gott samband við félagið. Ronaldo spilaði með Real Madrid frá 2009 til 2019 og vann mikinn fjölda titla. Hann æfir ekki með liðinu, heldur æfir hann einn.

Það verður fróðlegt að sjá hvað gerist hjá kappanum næst en hann hefur verið mest orðaður við Al Nassr í Sádí-Arabíu.


Athugasemdir
banner
banner