
Vinstri bakvörðurinn Kostas Tsimikas ræddi um fyrirliða sinn, Jordan Henderson, í viðtali við Sky Sports. Henderson er fyrirliði Liverpool og var hann á milli tannanna á fólki á meðan England tók þátt í HM í Katar.
Fyrir HM var búist við því að Henderson yrði einn af þeim leikmönnum sem myndi vera á brúninni að vera byrjunarliðsmaður. Það tók hann ekki langan tíma að vinna sér sæti í liðinu með góðum frammistöðum og einhverjir á því að hann hafi hreinlega verið besti leikmaður Englands á HM.
Fyrir HM var búist við því að Henderson yrði einn af þeim leikmönnum sem myndi vera á brúninni að vera byrjunarliðsmaður. Það tók hann ekki langan tíma að vinna sér sæti í liðinu með góðum frammistöðum og einhverjir á því að hann hafi hreinlega verið besti leikmaður Englands á HM.
„Mér fannst hann eiga eitthvað meira skilið fyrir frammistöðuna á HM. Hann er í heimsklass og þess vegna finnst mér hann eiga meira skilið. Ég horfði á alla leikina og þegar Jordan spilaði og þegar Trent (Alexander-Arnold) kom inn á, spiluðu þeir mjög vel og ég er mjög ánægður fyrir þeirra hönd," sagði Tsimikas.
„Jordan gat ekki hætt að brosa eftir að hann skora, það var ótrúlegt, ég verð glaður að sjá þá eftir nokkra daga þegar þeir snúa til baka. Vonandi eru þeir núna að njóta frísins og koma klárir til baka í seinni hluta tímabilsins," sagði Tsimikas.
Henderson var ónotaður varamaður í fyrsta leik Englands, kom inn á gegn Bandaríkjunum og byrjaði svo síðustu þrjá leiki liðsins í keppninni. Hann skoraði fyrsta markið í 3-0 sigri Englands í 16-liða úrslitunum gegn Senegal.
Athugasemdir