Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 14. desember 2022 15:13
Elvar Geir Magnússon
Vialli hættur hjá ítalska landsliðinu vegna veikinda
Gianluca Vialli.
Gianluca Vialli.
Mynd: Getty Images
Gianluca Vialli er að berjast við krabbamein í brisi og hefur nú tilkynnt að hann sé hættur að starfa fyrir ítalska fótboltasambandið af heilsufarsástæðum.

Hann hefur starfað sem einn af aðstoðarmönnum Roberto Mancini, landsliðsþjálfara Ítalíu.

„Að loknum löngum og erfiðum viðræðum við mitt frábæra teymi krabbameinslækna hef ég ákveðið að hætta, vonandi tímabundið, störfum mínum,“ sagði þessi 58 ára gamli Ítali sem er fyrrum leikmaður Chelsea og Juventus.

„Ég ætla að reyna að nota alla orku sem ég hef í að sigrast á þessu stigi sjúkdómsins til að ég sé tilbúinn að takast á við ný ævintýri sem fyrst."

Vialli lék 59 landsleiki fyrir Ítalíu og skoraði 21 mark í 58 deildarleikjum með Chelsea milli 1996 og 1999. Þá stýrði hann Chelsea frá 1998-2000.

Hann greindist fyrst með krabbamein 2018, svo losnaði hann við meinið en á síðasta ári var greint frá því að það hefði tekið sig upp aftur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner