Það var sagt frá því í gær að Þróttur væri búið að krækja í framherja frá Bandaríkjunum.
Dani Rhoades, sem er 23 ára gömul, er komin með leikheimild og gæti mögulega spilað með liðinu í undanúrslitum Mjólkurbikarsins gegn FH á morgun.
Hún kemur til Þróttar frá Chicago Red Stars í atvinnumannadeildinni í Bandaríkjunum. Þar áður var hún í háskólaboltanum hjá Wisconsin þar sem hún skoraði 38 mörk í 85 leikjum.
Vísir vekur athygli á því að hún trúlofaðist nýverið T. J. Watt sem er einn besti varnarmaður NFL-deildarinnar í Bandaríkjunum.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem unnusta stjörnuleikmanns úr NFL-deildinni mætir hér til lands að spila fótbolta. Brittany Matthews, eiginkona Patrcik Mahomes, leikstjórnanda Kansas City Chiefs, spilaði með Aftureldingu 2017. Mahomes er í dag stundum kallaður „tengdasonur Mosfellsbæjar".
Athugasemdir