Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
   lau 15. september 2018 16:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
4. deild: Kórdrengir fara upp með Reyni og Skallagrím
Reynir S. tók 1. sætið í 4. deildinni
Magnús Þórir gerði þrennu þegar Reynir S. tryggði sér sigurinn í 4. deild.
Magnús Þórir gerði þrennu þegar Reynir S. tryggði sér sigurinn í 4. deild.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Álftanes situr aftur eftir með sárt ennið.
Álftanes situr aftur eftir með sárt ennið.
Mynd: Magnús Valur Böðvarsson
Reynir S., Skallagrímur og Kórdrengir eru liðin sem fara upp úr 4. deildinni, í 3. deild sumarið 2018.

Reynir S. og Skallagrímur voru bæði komin upp um deild þegar liðin mættust í úrslitaleiknum í 4. deild. Staðan var jöfn 1-1 eftir 10 mínútur en Reynismenn sýndu styrk sinn eftir það og völtuðu yfir Skallagrím.

Lokatölur urðu 7-1 fyrir Reyni Sandgerði sem er sigurvegari í 4. deildinni. Skallagrímur þarf að sætta sig við silfur.

Á Ásvöllum í Hafnarfirði mættust Álftanes og Kórdrengir í mikilvægum leik, leiknum um þriðja sætið. Í sumar gefur þriðja sætið líka farseðil í 3. deild þar sem verið er að fjölga liðum í 3. deildinni.

Svo fór að Kórdrengir höfðu betur, 3-0 gegn Álftnesingum sem þurfa að sitja eftir með sárt ennið. Álftanes rétt missti einnig af sæti í 3. deild síðasta sumar og því er svekkelsið væntanlega mjög mikið.

Hér að neðan eru úrslit dagsins.

Leikurinn um 3. sætið:
Álftanes 0 - 3 Kórdrengir
0-1 Lassana Drame ('5)
0-2 Markaskorara vantar ('23)
0-3 Jón Brynjar Jónsson ('90)

Leikurinn um 1. sætið
Reynir S. 7 - 1 Skallagrímur
1-0 Magnús Þórir Matthíasson ('5)
1-1 Kristinn Aron Hjartarson ('10)
2-1 Magnús Þórir Matthíasson ('35)
3-1 Max Grammel ('45)
4-1 Strahinja Pajic ('52)
5-1 Óli Baldur Bjarnason ('56)
6-1 Óli Baldur Bjarnason ('59)
7-1 Magnús Þórir Matthíasson ('76)

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner