Nkunku til Barcelona? - Man Utd hefur áhuga á Osimhen - Díaz ánægður á Anfield
   mán 16. mars 2020 11:00
Magnús Már Einarsson
Hitapulsan áfram á vellinum ef leiknum verður frestað
Icelandair
Frá Laugardalsvelli.
Frá Laugardalsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
UEFA mun eftir á hádegi á morgun funda með aðildarsamböndum sínum og ræða stöðuna í fótboltanum í Evrópu vegna kórónuveirunnar. Þar verður meðal annars rætt um EM sem á að fara fram í sumar.

Líklegt þykir að EM verði frestað og það sama gildi um umspilið fyrir EM sem átti að fara fram í lok mánaðarins. Ísland á að mæta Rúmeníu 26. mars á Laugardalsvelli en líklegt má telja að þeim leik verði frestað á fundinum á morgun.

„Við erum með tvö plön tilbúin fyrir völlinn. Undirbúning leiks og hvað verður gert ef leiknum verður frestað. Það verður líka að hugsa um það því ef við stoppum alveg þá gætum við verið að skemma völlinn því hann er kominn á skrið," sagði Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, við Fótbolta.net í dag.

Hitapulsa hefur verið á vellinum síðan í byrjun mánaðarins og grasið hefur verið að taka við sér. Hitapulsan og starfsmenn sem henni fylgja, verða á Íslandi til 26. mars þegar áætlaður leikdagur er.

„Við erum búin að borga fyrir þessa leigu. Fræðingar okkar munu fara yfir það hvernig er best að gera þetta og vernda völlinn. Ef við myndum stoppa allar aðgerðir strax þá myndum við væntanlega drepa grasið. Með aðgerðarplani og með því að nýta pulsuna út leigutímann þá mun okkur takast að koma í veg fyrir það að hún skemmist eða bíði skaða af," sagði Klara.
Athugasemdir
banner
banner
banner