Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   fim 16. apríl 2020 10:00
Hafliði Breiðfjörð
Hvað er að frétta frá Sviss? Starfsemi hætt 13. mars
Brendon Tómasson
Brendon Tómasson
Mynd: Aðsend
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Kristján Brendon Tómasson er framkvæmdastjóri stjórnsýslu hjá FC Luzern í svissnesku deildinni. Hann flutti 10 ára gamall til Sviss og hefur starfað hjá Luzern síðan árið 2002. Eins og annars staðar í heiminum er þar glímt við heimsfaraldur Covid-19 veirunnar. Við tókum púlsinn á honum og spurðum út í stöðuna þar og svo hvað honum finnst um hvernig tekið er á málum hér á landi.

Sjá einnig:
Hvað er að frétta frá Hong Kong: Spiluðu í 8 vikur án áhorfenda
Hvað er að frétta frá Stokkhólmi? Kemur að sársaukaþröskuldi

Hvernig hafa síðustu vikur verið í Sviss eftir heimsfaraldurinn í Covid-19?
Aðstæður eru mjög sérstakar og hafa aldrei sést áður. Allir eru óvissir um hversu lengi núverandi áðstæður munu ganga yfir. Takmarkanir og félagsleg fjarlægð hafa mikil áhrif á alla íbúa.

Hvernig hefur æfingum verið háttað hjá Luzern?
Það hefur verið bannað að æfa með liðinu síðan 13. mars 2020 en allir leikmenn fengu sér æfinga program.

Hvernig er staðan almennt í starfi félagsins. Er starfsemi í fullum gangi?
Starfsemi á íþróttasvæði félagsins (aðalliðið, þjálfarar / starfsfólk og unglinga deildin) var hætt 13. mars. Síðan 16. mars hefur stjórnunarstörfum einnig verið fækkað.

Hvernig hefur baráttan við Covid-19 gengið í Sviss?
Baráttan hefur gengið vel. Samkvæmt tölfræði erum við búin að ná hámarki í fjölda veikra einstaklinga og ætti ástandið nú aðeins að batna. Góðum árangri má þakka takmörkun í öllum samskiptum (allar verslanir nema matvöru og lyfjaverslunum var lokað) og samstöðu meðal íbúanna.

Hvert er þitt hlutverk hjá Luzern og hvernig hefur heimsfaraldurinn haft áhrif á þitt starf?
Ég er Administration Manager eða framkvæmdastjóri stjórnsýslu FC Luzern. Það hafa ekki verið mjög afgerandi breytingar nema helst að ég vinn meira heima og allar fundir hafa verið haldnir yfir Skype eða ráðstefnusímtöl.

Hvaða áhrif hefur heimsfaraldurinn haft á fjármálin hjá félaginu. Hefur gengið vel að greiða laun?
Það er ekki hægt að meta fjárhagsleg áhrif endanlega. Hingað til hafa öll laun verið greidd á réttum tíma.

Hvað finnst þér um stöðuna á Íslandi hvað fótboltann varðar?
Ég held að Ísland sé á réttri leið og það var tilkynnt í vikunni að frá og með 4. maí mega yngri flokkar hefja æfingar aftur.

Hvernig bera félögin í landinu sig í þessari baráttu?
Það er ekki gott fyrir mig að meta stöðuna hjá öðrum félögum. Ég tel samt að allir þurfi að halda sig við settar reglur til þes að komast yfir ástandið.

Má búast einhverjum breytingum hjá ykkur til frambúðar eftir að heimsfaraldrinum lýkur?
Nei, ég vona það ekki. Um leið og heimsfaraldrinum lýkur vona ég að allt komist aftur í gang og við getum klárað deildina 2019/20, og byrjað með nýju deildina 2020/21. Það er ennþá spruningin hvort að það megi vera leikir með áhorfendum eða ekki.

Veistu hvort margir starfsmenn hjá félaginu hafi fengið sjúkdóminn eða lent í sóttkví?
Sem betur fer hefur enginn veikst ennþá og enginn þurft að fara í sóttkví þó allir haldi sig heima við og fari eftir reglum ríkisvaldsins.

Hvernig sérðu fyrir þér að næstu vikur og mánuðir verði?
Það er ekki hægt að áætla það. Við þurfum að bíða eftir ákvörðunum ríkistjórnarinnar.

Hvernig hafa málin verið persónulega hjá þér. Hefur gengið vel að komast í gegnum þetta?
Já. Þetta er búið að vera furðulegur tími, sérstaklega að því að maður getur ekki hitt fólk og maður er alltaf heima. Enn ég verð nú að segja að það hefur verið mjög skemmtlilegt að hafa meiri tíma fyrir fjölskilduna og að geta hjálpað meira til með fjarnámið hjá krökkunum. Fyrir mig er þetta líka fræðandi tími.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner