Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   fim 16. ágúst 2018 16:08
Elvar Geir Magnússon
CSKA Moskva gerir mettilboð í Arnór
Arnór Sigurðsson.
Arnór Sigurðsson.
Mynd: Norrköping
Norrköping í Svíþjóð gæti selt Arnór Sigurðsson til Rússlands samkvæmt sænskum fjölmiðlum. Sagt er að mettilboð hafi borist frá ónafngreindu rússnesku félagi.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er það CSKA Moskva sem hefur lagt fram tilboðið. Þetta er ekki fyrsta tilboðið sem það hefur lagt fram í Arnór en hinum var hafnað.

Expressen segir að tilboðið hljóði upp á 30 milljónir sænskra króna (355 milljónir íslenskra króna) og gæti hækkað upp í 40 milljónir.

Norrköping hefur aldrei selt leikmann fyrir álíka upphæð.

Arnór er 19 ára vængmaður, uppalinn Skagamaður, sem hefur verið að gera frábæra hluti í sænsku deildinni. Hann er með þrjú mörk í sextán leikjum.

CSKA endaði í öðru sæti deildarinnar í fyrra en landsliðsmaðurinn Hörður Björgvin Magnússn er meðal leikmanna liðsins.

Norrköping seldi nýlega Jón Guðna Fjóluson til Rússlands en hann gekk í raðir Krasnodar.
Athugasemdir
banner
banner
banner