
Nú fyrir skömmu birtist færsla á reikningnum themikeshow á Twitter þar sem greint er frá því að Helgi Sigurðsson taki við Fjölni. Mike Show er hlaðvarpsþáttur í umsjón þeirra Huga Halldórssonar og Mikaels Nikulássonar.
„Allt klappað og klárt," segir í færslunni. Í gær var tilkynnt að Helgi væri hættur sem þjálfari hjá ÍBV.
Ljóst er að nýr þjálfari mun taka við Fjölni eftir þetta tímabil en ákveðið var á dögunum að Ásmundur Arnarsson yrði ekki áfram með liðið.
„Allt klappað og klárt," segir í færslunni. Í gær var tilkynnt að Helgi væri hættur sem þjálfari hjá ÍBV.
Ljóst er að nýr þjálfari mun taka við Fjölni eftir þetta tímabil en ákveðið var á dögunum að Ásmundur Arnarsson yrði ekki áfram með liðið.
Fótbolti.net heyrði í Kolbeini Kristinssyni, formanni Fjölnis, og spurði út í Helga Sigurðsson.
„Nei, ég get ekki staðfest það. Það væru fréttir fyrir mér," sagði Kolbeinn.
„Helgi er reyndar toppþjálfari og kom mér á óvart að hann skildi hætta hjá ÍBV, búinn að gera flotta hluti þar. Við erum bara að vanda til verka og flýta okkur hægt í okkar málum."
Eruð þið búnir að hafa samband við hann eða hann við ykkur?
„Nei, við höfum ekki sett okkur í samband við hann," sagði Kolbeinn.
Helgi ræddi við Fótbolta.net skömmu fyrir hádegi í dag og var hann spurður út í framhaldið.
„Ég er í þjálfun af líf og sál, er búinn að vera í þessu í fimm ár, bæði hjá Fylki og ÍBV. Ég tel að það hafi gengið rosalega vel, ég hef skilað báðum félögunum á betri stalli áður en ég tók við, komist tvisvar upp úr Lengjudeild og haldið Fylki í góðri stöðu í efstu deild. Auðvitað er hugur minn alltaf í þjálfuninni ef eitthvað spenanndi kemur upp, það er ekki spurning. Ég er ekkert hættur þjálfun en það þarf þá að vera einhvers staðar nálægt höfuðborgarsvæðinu."
Er eitthvað í hendi?
„Nei, það er ekkert í hendi."
Helgi Sig tekur við Fjölni. Allt klappað og klárt! pic.twitter.com/VDqMhfaMEE
— themikeshow (@themikeshow3) September 16, 2021
Athugasemdir