Ruben Amorim til Man City? - Alphonso Davies á óskalista Man Utd - Verðmiðinn á Antony - Barcelona á eftir tveimur leikmönnum Chelsea
banner
   mið 16. október 2024 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Besti maður úrslitaleiksins áfram á Selfossi
Sesar Örn fagnar marki í úrslitaleik Fótbolti.net bikarsins.
Sesar Örn fagnar marki í úrslitaleik Fótbolti.net bikarsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sesar Örn Harðarson hefur framlengt samning sinn við Selfoss og gildir nýr samningur næstu tvö árin.

Sesar, sem er fæddur árið 2006, átti gott sumar bæði með meistaraflokk og 2. flokk. Sesar kom við sögu í sextán leikjum í 2.deildinni og skoraði tvö mörk auk nokkurra stoðsendinga. Þá skoraði hann 22 mörk í 20 leikjum í 2. flokki.

Það er óhætt að segja að Fótbolti.net bikarinn hafi verið keppnin hans Sesars í sumar. Þar skoraði hann fjögur mörk í jafnmörgum leikjum og setti kirsuberið á tertuna þegar hann skoraði á Laugardalsvelli, auk þess að gefa tvær stoðsendingar í úrslitaleiknum gegn KFA.

„Hann var verðskuldað valinn maður leiksins," segir í tilkynningu Selfoss sem spilar í Lengjudeildinni á næsta tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner