Ruben Amorim til Man City? - Alphonso Davies á óskalista Man Utd - Verðmiðinn á Antony - Barcelona á eftir tveimur leikmönnum Chelsea
   mið 16. október 2024 18:37
Brynjar Ingi Erluson
Meistaradeild kvenna: Annar sigur Glódísar - Naumt hjá Man City
Glódís fer vel af stað í Meistaradeildinni
Glódís fer vel af stað í Meistaradeildinni
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mary Fowler fagnar sigurmarki sínu gegn St. Pölten
Mary Fowler fagnar sigurmarki sínu gegn St. Pölten
Mynd: Getty Images
Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur hennar í þýska meistaraliðinu Bayern München unnu 2-0 sigur á Juventus í 2. umferð í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Bayern hefur farið vel af stað í keppninni og unnið báða leiki sína í riðlinum.

Linda Dallmann skoraði fyrir Bayern á 17. mínútu leiksins og þá tryggði Pernille Harder sigurinn tæpum tuttugu mínútum fyrir leikslok.

Bayern er með fullt hús stiga á toppi C-riðils eftir tvær umferðir en Juventus í öðru sæti með 3 stig.

Manchester City vann þá nauman 3-2 sigur á St. Pölten frá Austurríki.

Alana Kennedy skoraði stórkostlegt mark af 25 metra færi á 6. mínútu en Melanie Brunnthaler tókst að snúa taflinu við fyrir heimakonur með tveimur mörkum sitt hvoru megin við hálfleikinn.

Japanska landsliðskonan Aoba Fujino, sem lagði upp fyrsta mark Man City, jafnaði metin á 58. mínútu áður en Mary Fowler tryggði gestunum sigurinn á 80. mínútu.

Man City er á toppnum með D-riðli með 6 stig en St Pölten án stiga á botninum.

Úrslit og markaskorarar:

Juventus 0 - 2 Bayern München
0-1 Linda Dallmann ('17 )
0-2 Pernille Harder ('73 )

St. Polten 2 - 3 Manchester City
0-1 Alanna Kennedy ('6 )
1-1 Melanie Brunnthaler ('41 )
2-1 Melanie Brunnthaler ('54 )
2-2 Aoba Fujino ('58 )
2-3 Mary Fowler ('80 )
Athugasemdir
banner
banner