Ruben Amorim til Man City? - Alphonso Davies á óskalista Man Utd - Verðmiðinn á Antony - Barcelona á eftir tveimur leikmönnum Chelsea
   mið 16. október 2024 21:42
Brynjar Ingi Erluson
Chelsea bannar njósnurum Liverpool að horfa á unglingaliðin
Todd Boehly og félagar vilja ekki njósnara á Cobham-svæðinu
Todd Boehly og félagar vilja ekki njósnara á Cobham-svæðinu
Mynd: Getty Images
Chelsea hefur bannað njósnurum Liverpool að koma og horfa á leiki hjá unglingaliðum félagsins á Cobham-æfingasvæðinu en þetta segir James Pearce hjá Athletic.

Pearce segir að Chelsea hafi hafnað beiðni Liverpool og Manchester United um að senda njósnara á leiki hjá unglingaliðum Chelsea, en þetta hefur skapað mikla spennu meðal stóru liðanna á Englandi.

Talið er að ástæðan fyrir þessu banni sé sú að Liverpool hafi tekist að stela hinum 16 ára gamla Rio Ngumoha frá félaginu. Ngumoha er talinn einn allra efnilegasti leikmaður Bretlandseyja.

Ákveðið ferli felst í því að fá unga leikmenn frá öðrum félögum en Liverpool stóðst fimm skrefa ferli hjá ensku úrvalsdeildinni og gat því Chelsea lítið sett út á framgöngu Liverpool í því máli.

Athletic segir Liverpool óánægt með þessa hegðun Chelsea og að félagið hafi aldrei meinað njósnurum Lundúnaliðsins að koma á leiki hjá þeim, en nú íhugar það að breyta reglunum.

Chelsea, Liverpool og Man Utd settu upp fund til þess að finna lausn í málinu, en komust ekki að samkomulagi sem hentaði öllum aðilum.
Athugasemdir
banner
banner
banner