Ruben Amorim til Man City? - Alphonso Davies á óskalista Man Utd - Verðmiðinn á Antony - Barcelona á eftir tveimur leikmönnum Chelsea
   mið 16. október 2024 22:11
Brynjar Ingi Erluson
Pogba um Man Utd: Vildi fara fyrr því ég taldi félagið ekki á uppleið
Paul Pogba
Paul Pogba
Mynd: Getty Images
Ed Woodward kom í veg fyrir að Pogba myndi yfirgefa félagið
Ed Woodward kom í veg fyrir að Pogba myndi yfirgefa félagið
Mynd: Getty Images
Paul Pogba, leikmaður Juventus á Ítalíu, segir í viðtali við Daily Mail að hann hafi viljað fara fyrr frá Manchester United vegna þess að hann taldi félagið ekki á uppleið.

Pogba kom úr akademíu United en yfirgaf félagið á frjálsri sölu árið 2012 og samdi við Juventus. Hann snéri aftur til United árið 2016, þá fyrir metfé eða 89,3 milljónir punda.

Eftir aðeins þrjú tímabil tók hann ákvörðun um að yfirgefa félagið.

„Besta tímabilið mitt hjá Man Utd var árið sem Jose fór og Ole kom inn, en eftir síðasta leikinn tjáði ég Ole og Ed Woodward að ég vildi fara frá félaginu. Ég var 27 ára gamall og þetta fór ekki alveg eins og ég vildi að þetta færi. Ég gaf mitt besta en ég sá ekki félagið taka skrefið upp á við. Man City og Liverpool voru betri en við og þau voru að taka framförum,“ sagði Pogba.

Ole Gunnar Solskjær samþykkti beiðni Pogba um að fara en Ed Woodward, fyrrum framkvæmdastjóri félagsins, kom í veg fyrir það á síðustu stundu.

„Ole samþykkti beiðni mína og sagðist ætla að tala við Ed. Hausinn minn var kominn annað, en ég mætti samt á æfingar á undirbúningstímabilinu til að sýna fagmennsku. Ég talaði við Ed og reyndi að komast í burtu en hann kom í veg fyrir það. Ég vildi ekki spila lengur fyrir United en ég varð að vera fagmaður. Andlega var ég ekki þarna og síðan komu meiðslin,“ sagði Pogba.

Frakkinn fór frá United árið 2022 og samdi aftur við Juventus, þar sem hann er enn á mála.
Athugasemdir
banner
banner
banner