Ruben Amorim til Man City? - Alphonso Davies á óskalista Man Utd - Verðmiðinn á Antony - Barcelona á eftir tveimur leikmönnum Chelsea
   mið 16. október 2024 20:00
Brynjar Ingi Erluson
Guðrún kom inn af bekknum og skoraði
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska landsliðskonan Guðrún Arnardóttir var á skotskónum í 4-0 stórsigri Rosengård á Helsingborg í 3. umferð sænska bikarsins í kvöld.

Guðrún og stöllur hennar hafa átt ótrúlegt tímabil í Svíþjóð en það er búið að vinna deildina þegar þrír leikir eru eftir.

Liðið hefur unnið alla 23 deildarleiki sína og alla leiki sína í bikarnum.

Guðrún kom inn af bekknum í hálfleik gegn Helsingborg í kvöld og skoraði þriðja markið þegar rúmar tuttugu mínútur voru eftir.

Rosengård fagnaði öruggum sigri og er nú komið áfram í riðlakeppni bikarsins sem fer fram í byrjun næsta árs.
Athugasemdir
banner
banner
banner