Ruben Amorim til Man City? - Alphonso Davies á óskalista Man Utd - Verðmiðinn á Antony - Barcelona á eftir tveimur leikmönnum Chelsea
banner
   mið 16. október 2024 23:43
Brynjar Ingi Erluson
Blendnar tilfinningar yfir ráðningu Tuchel - „England á að vera með enskan þjálfara“
Thomas Tuchel er nýr þjálfari enska landsliðsins
Thomas Tuchel er nýr þjálfari enska landsliðsins
Mynd: Getty Images
Jamie Carragher
Jamie Carragher
Mynd: Getty Images
Gary Neville
Gary Neville
Mynd: Getty Images
Sparkspekingarnir Jamie Carragher og Gary Neville eru með blendnar tilfinningar yfir því að enska fótboltasambandið hafi ákveðið að ráða Thomas Tuchel sem nýjan þjálfara enska karlalandsliðsins.

Tuchel var í dag ráðinn þjálfari Englands og mun hann stýra því út HM 2026.

Hann verður þriðji erlendi þjálfarinn í sögu enska landsliðsins á eftir þeim Sven-Göran Eriksson og Fabio Capello.

Carragher og Neville eru ánægðir með að fá frábæran þjálfara eins og Tuchel, en finnst samt undarlegt og súrt að England sé ekki með enskan þjálfara.

„Tilfinning mín er sú að tilgangurinn með landsliðsfótbolta og stóru þjóðunum sem berjast um titlana, sé sú að þetta er þitt besta lið gegn besta liði þeirra. Félagsliðafótbolti er öðruvísi og við elskum hann þar sem við eru með ólík þjóðerni og þjálfara í ensku úrvalsdeildinni eða í Meistaradeildinni. Það er alvöru blanda.“

„Það sem aðskilur landsliðsfótbolta frá félagsliðaboltanum er að þetta er fólk frá þínu landi. Það er kannski örlítil skekkja í því þar sem leikmenn, sem eru ekki endilega fæddir í landinu eða eru tengdir því í gegnum ömmur þeirra og afa. Ég skil líka að sumar þjóðir eru með erlenda þjálfara sem mun hafa áhrif sem mun lyfta öllum fótbolta strúkturnum upp á við og miðla reynslu sinni og sérþekkingu til allra þjálfarana í gegnum kerfið og landið.“

„Þegar ég hugsa hins vegar um England þá erum við svo nálægt því að vinna stórmót. Með alla þessa góðu vinnu sem hefur verið lögð í að framleiða leikmenn á St. George's Park, þannig það kemur þetta súra bragð að við séum með erlendan þjálfara.“

„Þetta snýst ekki bara um England heldur finnst mér ekki heldur að Ítalía, Þýskaland eða Frakkland ætti að gera þetta. Portúgal er í augnablikinu með Roberto Martinez sem mér finnst mjög skrítið. Það er svona mitt álit á þessu. Þetta fer ekkert í taugarnar á mér, svona ef ég á að vera hreinskilinn, því ég er ekki mesti föðurlandsvinur sem þú finnur. Þetta snýst heldur ekki um að landsliðsþjálfari Englands verður að vera svona eða hinsegin. Ég mun ekki missa svefn yfir þessu því England er komið með frábæran þjálfara, en mér finnst hins vegar að England ætti að vera með enskan þjálfara,“
sagði Carragher á Sky.

Ákveðin vonbrigði

Neville hrósaði ráðningu fótboltasambandsins, sem var þarna að næla í einn besta þjálfara heims.

„Þeir eru komnir með frábæran þjálfara, það er enginn vafi á því. Thomas Tuchel hefur sannað sig. Hann hefur sýnt að hann getur unnið stóra leiki í útsláttarkeppnum, þannig frá því sjónarhorni er ekki hægt að gagnrýna enska fótboltasambandið. Þeir fengu besta lausa þjálfarann í Evrópu eða í heiminum sem tikkaði í öll boxin, þannig þeir voru alveg með þetta,“ sagði Neville, sem var samt sem áður með smá óbragð í munni eins og Carragher.

„Ég er hins vegar ekki viss um að þetta uppfylli skilyrði sem koma að St. George's Park, trú á enskum þjálfurum og þeim vexti sem við höfum fengið að sjá hjá ensku landsliðunum, þar eru kvennaliðin og unglingaliðin með talin St. George's Park átti að vera ákveðin vermireitur til að sanna það að enskir þjálfarar gætu komist á toppinn í Evrópu. Það er erfitt fyrir enska þjálfara að ná í stærstu störfin í ensku úrvalsdeildinni, eins og það á auðvitað að vera því þar eru mörg af stærstu félögum heims. Núna höfum við fengið erlendan þjálfara og þetta snýst í raun ekki um Thomas Tuchel, en það eru ákveðin vonbrigði þegar ég hugsa um þá staðreynd að enska fótboltasambandið ákvað að leita út fyrir landsteinanna,“ sagði Neville.
Athugasemdir