Ruben Amorim til Man City? - Alphonso Davies á óskalista Man Utd - Verðmiðinn á Antony - Barcelona á eftir tveimur leikmönnum Chelsea
banner
   mið 16. október 2024 23:12
Brynjar Ingi Erluson
Liðsfélagi Hákonar frá út tímabilið
Tiago Santos í leik með Lille gegn Real Madrid
Tiago Santos í leik með Lille gegn Real Madrid
Mynd: Getty Images
Tiago Santos, leikmaður Lille í Frakklandi, verður frá út tímabilið eftir að hafa slitið krossband.

Santos er 22 ára gamall bakvörður sem var valinn í lið ársins í frönsku deildinni á síðasta tímabili.

Portúgalinn sleit á dögunum krossband og mun hann fara undir hnífinn á næstu dögum, en það þýðir að hann verður ekki meira með á þessari leiktíð.

Þetta er högg fyrir Lille sem hefur byrjað vel í frönsku deildinni á þessari leiktíð og er að spila í Meistaradeild Evrópu.

Hann er liðsfélagi Hákonar Arnars Haraldssonar hjá Lille, en íslenski landsliðsmaðurinn er einnig á meiðslalistanum eftir að hafa brotið bein í fæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner