Ruben Amorim til Man City? - Alphonso Davies á óskalista Man Utd - Verðmiðinn á Antony - Barcelona á eftir tveimur leikmönnum Chelsea
   mið 16. október 2024 22:37
Brynjar Ingi Erluson
Fagnar samkeppninni við Alisson
Giorgi Mamardashvili
Giorgi Mamardashvili
Mynd: Getty Images
Georgíski landsliðsmarkvörðurinn Giorgi Mamardashvili segist vera klár í að berjast um markvarðarstöðuna hjá Liverpool á næstu leiktíð, þó Alisson Becker verði áfram.

Liverpool keypti Mamardashvili frá Valencia í ágúst en lánaði hann aftur til félagsins út þetta tímabil.

Hann er með bestu markvörðum Evrópu í dag en hann gæti þó þurft að sætta sig við mikla bekkjarsetu á næstu leiktíð.

Alisson Becker, aðalmarkvörður Liverpool, er samningsbundinn Liverpool til 2027. Hann hefur verið orðaður við félög í Sádi-Arabíu og fékk hann meðal annars tilboð þaðan í sumar en ákvað að halda tryggð sína við Liverpool.

Það mun ekki breyta neinu fyrir Mamardashvili sem er reiðubúinn að berjast um stöðuna.

„Fulltrúar Liverpool funduðu með mér og heillaðist ég af verkefninu. Ég mun berjast um markvarðarstöðuna þó núverandi markvörður liðsins fari ekki frá félaginu,“ sagði Mamardashvili
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner