Man Utd hefur áhuga á Son og Pavlovic - De Bruyne færist nær Bandaríkjunum - Ancelotti vill Branthwaite
   mið 16. desember 2020 15:30
Magnús Már Einarsson
Fyrrum leikmaður ÍBV markahæstur í Úkraínu - Á leið til Dynamo Kiev?
Shahab Zahedi Tabar fagnar marki með ÍBV.
Shahab Zahedi Tabar fagnar marki með ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Shahab Zahedi Tabar, framherji Olimpik Donetsk, er markahæsti leikmaðurinn í úrvalsdeildinni í Úkraínu eftir ellefu umferðir en hann hefur skorað átta mörk líkt og Viktor Tsygankov, leikmaður Dynamo Kiev.

Hinn 25 ára gamli Shaha skoraði átta mörk í 23 leikjum með ÍBV í Pepsi-deildinni árin 2017 og 2018 en hann kom til Vestmannaeyja frá heimalandinu Íran.

Shahab sleit krossband árið 2018 en hann samdi við Suwon Samsung Bluewings í Suður-Kóreu í janúar 2019.

Dvöl hans þar var stutt því degi eftir að Shahab skrifaði undir rifti Suwon samningi hans. Ástæðan var sú að fréttir rötuðu í fjölmiðla í Suður-Kóreu um að Shahab hafi á yngri árum tekið út tveggja ára keppnisbann eftir að hafa fallið á lyfjaprófi.

Stuðningsmenn Suwon urðu mjög reiðir eftir þessar fréttir og félagið ákvað að semja um starfslok við Shahab.

Shahab var félagslaus þangað til ágúst í fyrra þegar hann samdi við Olimipik Donetsk. Þar sló hann í gegn á síðasta tímabili og var valinn besti leikmaður liðsins.

Á þessu tímabili hefur Shahab raðað inn mörkum og fjölmiðlar í Úkraínu hafa undanfarið orðað hann við stórveldið Dynamo Kiev sem situr á toppnum þar í landi í augnablikinu.
Athugasemdir
banner
banner