Landsliðsmaður Úsbekistan orðaður við Man City - Liverpool hafnar tilboðum í Doak - Cunha til Arsenal?
   mið 17. janúar 2024 19:06
Brynjar Ingi Erluson
Henderson ekki fengið krónu frá Al Ettifaq
Mynd: Getty Images
Jordan Henderson er að ganga í raðir Ajax í Hollandi frá Al Ettifaq í Sádi-Arabíu, en útlit er fyrir að hann fái ekki krónu fyrir dvöl sína þar.

Al Ettifaq keypti Henderson frá Liverpool á 12 milljónir punda síðasta sumar.

Félagaskipti hans voru harðlega gagnrýnd á Bretlandseyjum, en Henderson hefur verið sérstakur talsmaður hinsegin fólks og komu því þessi skipti á óvart þar sem samkynhneigð er refsiverð í landinu.

Englendingurinn fékk 350 þúsund pund í vikulaun en ákvað að geyma það að fá greitt þar sem hann var og er enn hluti af enska landsliðinu. Var það gert til þess að sleppa við að greiða skatt af laununum í land, en ef þú dvelur 90 daga eða lengur í landinu ertu talin með búsetu þar. Þetta kemur fram í Telegraph.

Því hefur hann ekki fengið krónu frá Al Ettifaq og útlit fyrir að það verði engin breyting á því.

Heimildarmaður sem þekkir vel til Henderson telur litlar líkur á að hann fái greitt fyrir tíma sinn hjá félaginu.

Ákvörðun Henderson að yfirgefa Sádi-Arabíu eftir aðeins sex mánuði hefur fengið félög til að varast það að sækja fleiri Englendinga á næstunni. Heimildarmaður Telegraph sagði þetta, en stjórnarmenn deildarinnar hafa vísað því á bug og segja þessa stöðu einsdæmi.
Athugasemdir
banner
banner