Landsliðsmaður Úsbekistan orðaður við Man City - Liverpool hafnar tilboðum í Doak - Cunha til Arsenal?
   sun 17. mars 2024 19:58
Brynjar Ingi Erluson
Klopp: Ber mikla virðingu fyrir því sem Man Utd gerði
Mynd: EPA
Jürgen Klopp. stjóri Liverpool á Englandi, óskaði Manchester United til hamingju með að vera komið áfram í undanúrslit enska bikarsins eftir magnaðan sigur United á Old Trafford í dag.

Liverpool var ekki upp á sitt besta í dag. United var betri aðilinn framan af en Liverpool komst síðan betur inn í leikinn og leiddi í hálfleik, 2-1.

Undir lok leiks náði United betri tökum á leiknum, jafnaði metin og kláraði síðan dæmið í framlengingunni.

„Við byrjuðum ekki vel en náðum að aðlagast vel og spiluðum toppleik. Í stöðunni 2-1 fengum við svo mörg færi til að gera út um leikinn, en vorum að flýta okkur of mikið á sumum augnablikum og þið vitið rest. Við vorum nálægt því í framlengingu en síðan endum við á að tapa leiknum. Ég gat ekki beðið strákana um mikið meira,

„Þetta hefur verið mjög spennuþrungið tímabil til þessa. Þú getur bara talið leikina og í dag var þetta erfitt. United tók margar áhættur og ég ber mikla virðingu fyrir því.

„Ákvarðanatakan verður ekki betri því lengra sem líður á leikinn. Ég vil bara óska United innilega til hamingju með að vera komið áfram í undanúrslit,“
sagði Klopp.
Athugasemdir
banner
banner
banner