Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 17. júlí 2021 12:07
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Geti jafnvel spilað fyrir eitthvað stærra lið en FH í framtíðinni
Ólafur Guðmundsson í leik með Grindavík í sumar.
Ólafur Guðmundsson í leik með Grindavík í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Guðmundsson gekki í vikunni í raðir FH frá Breiðabliki. Ólafur er nítján ára varnarmaður sem var á láni hjá Grindavík í Lengjudeildinni fyrri hluta leiktíðarinnar.

Ólafur getur bæði spilað sem miðvörður og vinstri bakvörður. Fótbolti.net ræddi við Davíð Þór Viðarsson, aðstoðarþjálfara FH, í gær og spurði hann út í kaupin á Ólafi.

„Við erum búnir að fylgjast með honum í Grindavík í sumar. í fyrsta lagi getur hann leyst vinstri bakvarðarstöðuna, hann getur leyst vinstri miðvarðarstöðuna og Óli er bara fyrst og fremst góður fótboltamaður finnst mér," sagði Davíð.

„Hann er góður sendingarmaður og getur komið inn og hjálpað okkur strax. Síðan sé ég hann sem framtíðar vinstri miðvörð hjá okkur. Ég held að ef við náum að vinna með Óla og hann verður jafn samviskusamur og ég veit að hann hefur verið þá held ég að hann geti orðið mjög flottur leikmaður fyrir FH-liðið og jafnvel eitthvað stærra lið í framtíðinni," sagði Davíð.

Ólafur lék fyrstu ellefu leiki Grindavíkur í Lengjudeildinni í ár og í fyrra var hann hluta af tímabilinu á láni hjá Keflavík. Ólafur á að baki átta leiki fyrir unglingalandsliðin. Samningur hans við Breiðablik var í gildi út þetta tímabil.

Hann er kominn með leikheimild og gæti tekið þátt í leik FH gegn Fylki á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner