
Ægir Þorlákshöfn hefur fengið til sín sóknarmanninn David Bjelobrk en hann kemur frá Panelefsiniakos í grísku C-deildinni.
Bjelobrk er 25 ára sóknarleikmaður og gerði samning út tímabilið. Hann er Serbi með króatískt ríkisfang.
„Við væntumst þess að David fái leikheimild í vikunni og verði því klár í leikinn gegn Fjölni næstkomandi föstudag. Bjóðum David velkominn, áfram Ægir," segir í tilkynningi Ægismanna.
Ægir er á botni Lengjudeildarinnar með sjö stig en liðið hefur þó verið erfitt viðureignar fyrir andstæðinga sína í öllum leikjum. Fyrir nokkrum vikum sagði Baldvin Þór Borgarsson aðstoðarþjálfari liðsins að félagið væri ákveðið í að styrkja sig í glugganum.
Það hefur gengið eftir en í gær tilkynnti félagið um komu portúgalska varnartengiliðsins Braima Candé, leikmann sem gárungarnir kalla 'Ngolo Candé'.
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir