Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
banner
   mán 17. júlí 2023 16:41
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jóhann Ægir með slitið krossband
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhann Ægir Arnarsson, varnarmaður FH, er með slitið krossband en hann staðfesti tíðindin í samtali við Fótbolta.net í dag.

Hann verður því ekki meira með á þessu tímabili, er á leið í aðgerð 9. ágúst og snýr líklega aftur eftir að næsta tímabil hefst.

Krossbandið slitnaði á æfingu með FH í síðustu viku, Jóhann festist í grasinu þegar hann var að pressa.

Hann er tvítugur og var í vetur í æfingahópi U21 landsliðsins. Hann lék sína fyrstu keppnisleiki með FH tímabilið 2021, kom við sögu í þrettán deildarleikjum í fyrra og byrjaði sex af fyrstu þrettán leikjum FH í deildinni í sumar og tvo síðustu bikarleiki liðsins.

Þetta er talsvert högg fyrir FH sem er ekki með mikla breidd í varnarlínunni sinni. Næsti leikur liðsins er gegn KR á Meistaravöllum annað kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner