Efstir á lista ef Guardiola hættir - Alexander-Arnold á leið til Real Madrid - Barcelona hafnaði risatilboði í Yamal - Ten Hag vill De Jong í janúar
   fös 18. október 2024 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Birtir til hjá Newcastle - Gætu í fyrsta sinn á tímabilinu báðir verið í hóp
Callum Wilson.
Callum Wilson.
Mynd: EPA
Newcastle er með tvo mjög öfluga framherja í þeim Alexander Isak og Callum Wilson. Vandamálið með þá báða er að þeir eru frekar meiðslagjarnir. Þetta er annað tímabilið sem þeir eru báðir í Newcastle, Wilson er á sínu fimmta tímabili og Isak var keyptur frá Real Sociedad síðasta sumar.

Wilson hefur ekkert spilað á þessu tímabili, hefur verið frá vegna bakmeiðsla í byrjun tímabilsins. Isak hefur misst af síðustu þremur leikjum. Isak var talsvert frá á síðasta tímabili vegna nárameiðsla.

Eddie Howe, stjóri Newcastle, tjáði sig um framherjana á fréttamannafundi í dag en framundan hjá Newcastle er heimaleikur í úrvalsdeildinni gegn Brighton á morgun.

„Það hefur verið frábært að sjá hann aftur á æfingavellinum. Það hefur gefið hinum leikmönnum auka að sjá hann aftur með hópnum en við þurfum að fara varlega, koma honum til baka á réttan hátt" sagði Howe um Wilson.

„Iska hefur æft, og æft vel. Það er mögueiki að hann spili um helgina," sagði enski stjórinn.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 7 6 0 1 13 2 +11 18
2 Man City 7 5 2 0 17 8 +9 17
3 Arsenal 7 5 2 0 15 6 +9 17
4 Chelsea 7 4 2 1 16 8 +8 14
5 Aston Villa 7 4 2 1 12 9 +3 14
6 Brighton 7 3 3 1 13 10 +3 12
7 Newcastle 7 3 3 1 8 7 +1 12
8 Fulham 7 3 2 2 10 8 +2 11
9 Tottenham 7 3 1 3 14 8 +6 10
10 Nott. Forest 7 2 4 1 7 6 +1 10
11 Brentford 7 3 1 3 13 13 0 10
12 West Ham 7 2 2 3 10 11 -1 8
13 Bournemouth 7 2 2 3 8 10 -2 8
14 Man Utd 7 2 2 3 5 8 -3 8
15 Leicester 7 1 3 3 9 12 -3 6
16 Everton 7 1 2 4 7 15 -8 5
17 Ipswich Town 7 0 4 3 6 14 -8 4
18 Crystal Palace 7 0 3 4 5 10 -5 3
19 Southampton 7 0 1 6 4 15 -11 1
20 Wolves 7 0 1 6 9 21 -12 1
Athugasemdir
banner