Real Madrid setur Alexander-Arnold í forgang - Barella orðaður við mörg félög - Tekur Montella við af Ten Hag? - Liverpool horfir á varnarmann Sevilla
banner
   fim 17. október 2024 18:22
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ómar Björn til liðs við ÍA frá Fylki (Staðfest)
Mynd: Jón Gautur Hannesson

Ómar Björn Stefánsson er genginn til liðs við ÍA en hann kemur frá Fylki. Hann skrifar undir þriggja ára samning við Skagamenn.


Ómar er fæddur árið 2004 og leikur sem sóknarmaður en hann er uppalinn í Fylki. Hann lék sinn fyrsta leik fyrir félagið árið 2021 og hefur komið við sögu í 15 leikjum í Bestu deildinni í sumar. Það er ljóst að Fylkir er fallið í Lengjudeildina.

Hann hefur leikið 56 leiki fyrir Fylki og skorað í þeim 8 mörk.

ÍA hefur lengi fylgst grannt með honum. Samningur hans við Fylki rann út og í kjölfarið samdi hann við ÍA.


Athugasemdir
banner
banner