Real Madrid setur Alexander-Arnold í forgang - Barella orðaður við mörg félög - Tekur Montella við af Ten Hag? - Liverpool horfir á varnarmann Sevilla
   fim 17. október 2024 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Juventus ætlar að losa sig við Pogba
Mynd: Getty Images
Ítalska félagið Juventus er enn harðákveðið í því að losa sig við franska miðjumanninn Paul Pogba, þrátt ummæli hans í erlendum miðlum í gær. Þetta kemur fram á TuttoMercatoWeb.

Fjölmörg viðtöl við Pogba birtust á netinu í gær þar sem hann sagðist ekki vera að íhuga það að yfirgefa Juventus í janúarglugganum.

Ítalskir miðlar hafa haldið því fram að Pogba hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Juventus.

Pogba var fyrr á þessu ári dæmdur í fjögurra ára bann frá fótbolta fyrir að hafa brotið lyfjareglur, en íþróttadómstóll CAS stytti bannið niður í átján mánuði. Hann má því byrja að æfa með liðinu í janúar og fær að snúa síðan aftur á völlinn í mars.

Frakkinn hefur undanfarið verið orðaður við Marseille, AC Milan, Barcelona og félög í Sádi-Arabíu, en hann sjálfur vill fá tækifærið á að spila aftur með Juventus.

TuttoMercatoWeb segir að Juventus hafi ekki áhuga á því að halda Pogba og að nú sé unnið að því að rifta samningi hans.

Pogba er ekki í plönum Thiago Motta, sem tók við liðinu í sumar.
Athugasemdir
banner