Efstir á lista ef Guardiola hættir - Alexander-Arnold á leið til Real Madrid - Barcelona hafnaði risatilboði í Yamal - Ten Hag vill De Jong í janúar
banner
   fös 18. október 2024 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mikið slúðrað um Guardiola og Alexander-Arnold
Powerade
Mun Guardiola hætta með Man City eftir tímabil?
Mun Guardiola hætta með Man City eftir tímabil?
Mynd: EPA
Hvað gerir Trent Alexander-Arnold?
Hvað gerir Trent Alexander-Arnold?
Mynd: EPA
Frenkie de Jong er aftur orðaður við Manchester United.
Frenkie de Jong er aftur orðaður við Manchester United.
Mynd: EPA
Þá er komið að slúðri dagsins en sögurnar þessa daga snúast helst um Pep Guardiola og Trent Alexander-Arnold.

Pep Guardiola gæti skrifað undir nýjan samning við Manchester City jafnvel þó svo að félagið tapi stóra dómsmáli sínu gegn ensku úrvalsdeildinni. (The Athletic)

Ruben Amorim, stjóri Sporting, og Xabi Alonso, stjóri Bayer Leverkusen, eru efstir á lista City ef Guardiola ákveður að hætta. (Mail)

Liverpool hefur samþykkt það að Trent Alexander-Arnold (26) muni ekki skrifa undir nýjan samning og er félagið að leitast eftir því að selja hann í janúar. (Marca)

Barcelona og Bayern München hafa einnig áhuga á Alexander-Arnold. (Talksport)

Manchester City er að eltast við Rayan Ait-Nouri (23), bakvörð Wolves, og ætlar bara að leggja meira í það kapphlaup þegar Hugo Viana tekur við sem yfirmaður fótboltamála hjá félaginu. (Mail)

Barcelona hafnaði 250 milljón evra tilboði frá Paris Saint-Germain í undrabarnið Lamine Yamal (17) síðastliðið sumar. (Goal)

Arsenal og Manchester City eru á meðal aðdáenda sóknarmannsins Charles de Ketelaere (23) sem spilar með Atalanta á Ítalíu. (Caught Offside)

Erik ten Hag, stjóri Manchester United, vill ólmur kaupa Frenkie de Jong (27) frá Barcelona í janúar þar sem hann reynir að endurbyggja miðju sína. (Sport)

Man Utd hefur áhuga á sóknarmanninum Benjamin Sesko (21) sem mun líklega yfirgefa RB Leipzig næsta sumar. (Mail)

Jonathan Tah (28), miðvörður Bayer Leverkusen, Alphonso Davies (23), bakvörður Bayern München, og Jonathan David, sóknarmaður Lille, eru allir á óskalista Barcelona en þeir eru að verða samningslausir næsta sumar. (Mundo Deportivo)

Real Madrid hefur sett Jeremie Frimpong (23), bakvörð Bayer Leverkusen, á lista sinn ef félaginu tekst ekki að fá Alexander Arnold frá Liverpool. (Marca)

Cesare Casadei (21), miðjumanni Chelsea, hefur verið ráðlagt af þjálfara ítalska U21 landsliðsins að skoða framtíð sína ef hann fær ekki að spila hjá Lundúnafélaginu. (Rai Radio 1)

Thomas Tuchel, nýr landsliðsþjálfari Englands, gæti reynt að fá starfsmenn frá Chelsea, þar sem hann vann áður, þar sem hann vill fá teymi í kringum sig sem hann treystir. (Mail)

Samningi Ryan Kent (27), fyrrum leikmanni Liverpool og Rangers, hjá Fenerbahce í Tyrklandi var rift en hann var ekki í náðinni hjá Jose Mourinho, stjóra liðsins.
Athugasemdir
banner
banner