Real Madrid setur Alexander-Arnold í forgang - Barella orðaður við mörg félög - Tekur Montella við af Ten Hag? - Liverpool horfir á varnarmann Sevilla
banner
   fim 17. október 2024 11:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Man Utd á eftir leikmanni sem hefur farið illa með Ísland
Akturkoglu fagnar marki gegn Íslandi.
Akturkoglu fagnar marki gegn Íslandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sports Digitale í Tyrklandi segir frá því í dag að Manchester United sé að fylgjast náið með Kerem Akturkoglu.

Akturkoglu er kantmaður sem spilar með Benfica í Portúgal og tyrkneska landsliðinu.

Benfica keypti Akturkoglu fyrir stuttu frá Galatasaray fyrir 12 milljónir evra en það er talið að hann muni núna kosta um 35 til 40 milljónir evra.

Við Íslendingar könnumst vel við Akturkoglu en hann hefur farið illa með okkur í tveimur leikjum í Þjóðadeildinni. Hann skoraði stórkostlegt mark á Laugardalsvelli síðasta mánudag og gerði þrennu gegn okkur í Tyrklandi í síðasta mánuði.
Athugasemdir
banner