Real Madrid setur Alexander-Arnold í forgang - Barella orðaður við mörg félög - Tekur Montella við af Ten Hag? - Liverpool horfir á varnarmann Sevilla
banner
   fös 18. október 2024 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Nýr þjálfari hjá KF
Daniel Kristiansen
Daniel Kristiansen
Mynd: KF - Guðný Ágústsdóttir

Halldór Ingvar Guðmundsson sagði upp störfum hjá KF á dögunum en liðið féll úr 2. deild í sumar.


„Stjórn KF vill koma á þökkum til Halldórs fyrir hans störf og fyrir að hafa þrátt fyrir mótlæti haldið sig við þá stefnu að gefa ungum uppöldum leikmönnum “sjénsinn” og tíma á vellinum, en undir hans stjórn stigu sín fyrstu skref í mfl. á Íslandsmóti; Jón Grétar, Agnar Óli, Alex Helgi og Kjartan Orri en þeir fengu allir sínar fyrstu mínútur á íslandsmóti undir hans stjórn.," segir í tilkynningu frá KF.

Stjórn KF hefur fundið eftirmann hans en það er Daniel Kristiansen. Daniel hefur spilað með KF undanfarin ár en Daninn gekk til liðs við félagið árið 2022.

„Daniel hefur verið leikmaður KF undanfarin ár og mætti segja að hann hafi verið einskonar spilandi aðstoðarþjálfari síðasta tímabil. Daniel hefur að skarta UEFA - A gráðu í þjálfun ásamt því að sinna hinum ýmsu verkefnum fyrir Soccer and education USA," segir í tilkynningu frá KF.


Athugasemdir
banner
banner