Real Madrid setur Alexander-Arnold í forgang - Barella orðaður við mörg félög - Tekur Montella við af Ten Hag? - Liverpool horfir á varnarmann Sevilla
   fim 17. október 2024 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Frá Þór til Kaupmannahafnar
Lengjudeildin
Marc Rochester Sörensen.
Marc Rochester Sörensen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Marc Rochester Sörensen, sem leikið hefur með Þór Akureyri síðustu tvö tímabil, er að snúa aftur heim til Danmerkur.

Miðjumaðurinn, sem verður 32 ára í desember, segir frá þessu í samtali við Tipsbladet.

„Ég fékk þá reynslu sem ég var að leitast eftir á Íslandi. Við vildum fara aftur heim núna og koma okkur vel fyrir," segir Sörensen við danska fjölmiðilinn.

Hann og kærasta hans eru að flytja til Kaupmannahafnar og ætlar hann að finna sér félag í borginni.

„Ég ætla að reyna að spila lengi á eins háu stigi og ég get. Ég er vongóður um að finna eitthvað."

Sörensen telur að núna sé rétti tíminn til að snúa aftur heim eftir góð ár á Akureyri.
Athugasemdir
banner
banner
banner