Real Madrid setur Alexander-Arnold í forgang - Barella orðaður við mörg félög - Tekur Montella við af Ten Hag? - Liverpool horfir á varnarmann Sevilla
banner
   fim 17. október 2024 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Færeyjar í leit að nýjum landsliðsþjálfara
Håkan Ericson
Håkan Ericson
Mynd: Getty Images
Svíinn Håkan Ericson var í dag rekinn sem landsliðsþjálfari Færeyja eftir fimm ár í starfi.

Samningur hans átti að renna út á næsta ári en færeyska fótboltasambandið tók ákvörðun um það í dag að fara aðra leið.

Ericson hefur náð flottum árangri með Færeyjar en fram kemur í yfirlýsingu frá fótboltasambandinu þar í landi að frammistaðan hafi ekki verið nægilega góð að undanförnu.

Færeyjar hafa fengið þrjú stig úr fjórum leikjum í Þjóðadeildinni síðustu mánuði.

Það verður fróðlegt að sjá hver tekur við starfinu og hvort einhverjir Íslendingar blandi sér í baráttuna um það.
Athugasemdir
banner