Real Madrid setur Alexander-Arnold í forgang - Barella orðaður við mörg félög - Tekur Montella við af Ten Hag? - Liverpool horfir á varnarmann Sevilla
banner
   fim 17. október 2024 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Máni Austmann áfram hjá Fjölni (Staðfest)
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjölnir tilkynnti í dag félagið hefði náð samkomulag við Mána Austmann Hilmarsson um framlengingu á samningi við félagið. Máni er nú samningsbundinn Fjölni út tímabilið 2026.

Sóknarmaðurinn átti nokkuð gott tímabil í Lengjudeildinni, skoraði tólf mörk og varð þriðji markahæsti leikmaður deildarinnar. Mörkin komu hins vegar flest fyrri hluta tímabilsins, þá gekk Fjölni vel en liðinu gekk illa seinni hlutann og missti af tækifærinu að komast beint upp í Bestu deildina.

Fjölnir fór í umspilið og tapaði þar gegn Aftureldingu í undanúrslitum.

Máni var á sínu öðru tímabili hjá Fjölni eftir komu frá FH og hefur verið einn af lykilmönnum liðsins. Líkur voru taldar á því að hann færi annað en hann ákvað að taka slaginn áfram í Grafarvogi.

„Eru þetta mikil gleðitíðindi fyrir félagið og hlökkum við til að fylgjast með Mána á næstu tveimur tímabilum," segir í tilkynningu Fjölnis.

Máni er 26 ára sóknarmaður sem leikið hefur með Stjörnunni, ÍR, HK, Leikni, FH og Fjölni. Hann er uppalinn í Stjörnunni en var í akademíunni hjá FCK í Danmörku sem unglingur.
Athugasemdir
banner
banner
banner