Real Madrid setur Alexander-Arnold í forgang - Barella orðaður við mörg félög - Tekur Montella við af Ten Hag? - Liverpool horfir á varnarmann Sevilla
   fim 17. október 2024 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ræddu við tíu þjálfara
Thomas Tuchel er nýr landsliðsþjálfari Englands.
Thomas Tuchel er nýr landsliðsþjálfari Englands.
Mynd: EPA
Thomas Tuchel var í gær ráðinn nýr landsliðsþjálfari Englands en hann skrifar undir samning sem gildir fram yfir HM 2026.

Mark Bullingham, framkvæmdastjóri enska fótboltasambandsins, segir að ráðningaferlið hafi verið ítarlegt en tíu þjálfarar fóru í viðtal vegna starfsins.

„Við ræddum við tíu manns og þar á meðal voru Englendingar," sagði Bullingham en hann vildi ekki gefa upp nein nöfn.

„Við erum hæstánægðir að ráða Thomas til starfa. Við teljum hann gefa okkur besta möguleikann á því að vinna HM."

Líklegt er að rætt hafi verið við þjálfara eins og Eddie Howe og Graham Potter, en Tuchel á að leiða England áfram.
Athugasemdir
banner
banner
banner