Real Madrid setur Alexander-Arnold í forgang - Barella orðaður við mörg félög - Tekur Montella við af Ten Hag? - Liverpool horfir á varnarmann Sevilla
   fim 17. október 2024 15:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Paqueta pirraður í yfirlýsingu: Villandi og rangur fréttaflutningur
Lucas Paqueta.
Lucas Paqueta.
Mynd: Getty Images
Fagnar marki með West Ham.
Fagnar marki með West Ham.
Mynd: Getty Images
Lucas Paqueta, leikmaður West Ham, hefur deilt yfirlýsingu þar sem hann lýsir yfir pirringi sínum gagnvart fjölmiðlum í Englandi og Brasilíu.

Hann segir fjölmiðla hafa verið að birtar falskar upplýsingar í tengslum við rannsóknina á ásökunum í hans garð um veðmálabrot.

Það hafa meðal annars komið fréttir um það síðustu daga að hann hafi reynt að hindra rannsókn enska fótboltasambandsins.

„Ég er pirraður og leiður að hafa lesið villandi og rangar fréttagreinar í Englandi og Brasilíu um mál mitt. Margar af þeim upplýsingum sem hafa verið birtar eru rangar og eru birtar til að gera mér lífið leitt," skrifar Paqueta.

„Áframhaldandi leki og birting ónákvæmra upplýsinga hjá fréttamiðlum hjálpar mér ekki að hljóta sanngjarna málsmeðferð. Ég hef því falið lögfræðingum mínum að skrifa til enska sambandsins og fara fram á að þau framkvæmi ítarlega rannsókn á því hvernig upplýsingar um málið, jafnvel þótt ónákvæmar séu, eru að rata til fjölmiðla. Ég held áfram að neita ásökunum á hendur mér og hlakka til að sýna fram á sakleysi mitt."

Paqueta var fyrr á þessu ári ákærður af enska fótboltsambandinu fyrir brot á veðmálareglum. Hann er sakaður um að hafa fengið viljandi áminningar til að hafa áhrif á veðmál.

Þessi 27 ára brasilíski landsliðsmaður hefur verið undir rannsókn síðan síðasta sumar. Möguleiki er á að hann spili fótbolta aldrei aftur ef hann verður dæmdur sekur. Þetta mál er skiljanlega að trufla hann mikið.
Athugasemdir
banner