Real Madrid setur Alexander-Arnold í forgang - Barella orðaður við mörg félög - Tekur Montella við af Ten Hag? - Liverpool horfir á varnarmann Sevilla
   fim 17. október 2024 16:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Ég var svo sannarlega ekki einn af þessum tíu"
Sean Dyche.
Sean Dyche.
Mynd: Getty Images
Sean Dyche, stjóri Everton, staðfesti það á fréttamannafundi í dag að hann hefði ekki verið einn af þeim tíu sem enska fótboltasambandið ræddi við í leitinni að nýjum landsliðsþjálfara.

Mark Bullingham, framkvæmdastjóri enska sambandsins, sagði frá því í gær að hann hefði rætt við tíu einstaklinga í tengslum við starfið.

Thomas Tuchel var ráðinn til starfa og á að stýra Englandi á HM árið 2026.

„Þetta var stórt og mikið ferli. Þeir töluðu um tíu þjálfara og það vakti áhuga minn," sagði Dyche í dag en hann ræddi ekki við enska sambandið.

„Fyrst þeir voru tíu, þá get ég ímyndað mér að þeir voru nokkrir breskir. Ég er ekki viss. Ég var svo sannarlega ekki einn af þessum tíu, ekki það að ég hafi verið að biðja um það!"
Athugasemdir
banner