Real Madrid setur Alexander-Arnold í forgang - Barella orðaður við mörg félög - Tekur Montella við af Ten Hag? - Liverpool horfir á varnarmann Sevilla
   fim 17. október 2024 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Pogba: Ég hafnaði Man City
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Paul Pogba mun á næsta ári snúa aftur á völlinn eftir keppnisbann. Pogba var dæmdur í fjögurra ára bann sem stytt var í átján mánuði. Hann er samningsbundinn Juventus og vill spila aftur fyrir félagið, en sögur heyrast að félagið vilji rifta við hann.

Pogba setur stefnuna á endurkomu í franska landsliðið og er hann orðaður við Marseille í heimalandinu. Hann hefur farið í nokkur viðtöl að undanförnu og eitt þeirra var við Gazzettuna á Ítalíu. Þar var hann spurður út skiptin sín til Juventus frá Man Utd eftir tímabilið 2022.

Samningur Pogba við United var að renna út og fékk hann tilboð um nýjan samning en hafnaði honum. Hann vildi frekar fara aftur til Juventus.

Á sínum tíma var hann orðaður við Manchester City og staðfestir Pogba þær sögur í viðtali í dag.

„Já, ég hafnaði Pep Guardiola þegar hann nálgaðist mig, valdi Juventus frekar. Sú saga er sönn," sagði Pogba.

Pogba er 31 árs og var hjá Man Utd á árunum 2016-2022 eftir að hafa áður verið hjá félaginu 2009-2012. Í millitíðinni var hann hjá Juventus og leitaði aftur þangað þegar samningurinn við United rann út.

Á sínum tíma fjölluðu fjölmiðlar um það að Pogba hefði hafnað City þar sem hann óttaðist viðbrögð stuðningsmanna United ef hann myndi fara til nágrannanna.
Athugasemdir
banner
banner