Efstir á lista ef Guardiola hættir - Alexander-Arnold á leið til Real Madrid - Barcelona hafnaði risatilboði í Yamal - Ten Hag vill De Jong í janúar
   fös 18. október 2024 10:47
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Birgir Baldvins framlengir við KA - „Stórkostlegar fréttir"
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mynd: Getty Images
KA tilkynnti í morgun að Birgir Baldvinsson væri búinn að skrifa undir samning við félagið sem gildir út tímabilið 2027.

Birgir er 23 ára vinstri bakvörður sem uppalinn er hjá KA, lék einn leik 2018 en næstu leikir komu svo í Lengjudeildinni tímabilin 2020-22 þar sem hann lék mest með Leikni en einnig með Aftureldingu. Hann sneri svo aftur í KA fyrir tímabilið 2023.

Hann lék einungis níu deildarleiki í sumar vegna háskólanáms í Bandaríkjunum og hjálpaði bikarmeisturunum að vinna tvo bikarleiki. Hann er að klára námið.

„Þetta eru stórkostlegar fréttir enda hefur Biggi verið gríðarlega öflugur í gula og bláa búningnum og afar jákvætt að halda honum innan okkar raða."

„Meðfram því að leika með KA hefur Biggi stundað krefjandi nám í Bandaríkjunum en vegna námsins hefur hann þurft að yfirgefa herbúðir KA á miðju sumri í ár sem og í fyrra."

„Hann er nú að klára námið ytra og ljóst að það verður gífurlegur styrkur að njóta krafta hans næstu árin en auk þess að vera öflugur leikmaður er Biggi frábær félagsmaður og lifir svo sannarlega fyrir félagið okkar,"
segir í frétt á heimasíðu KA.
Athugasemdir
banner
banner
banner