Efstir á lista ef Guardiola hættir - Alexander-Arnold á leið til Real Madrid - Barcelona hafnaði risatilboði í Yamal - Ten Hag vill De Jong í janúar
   fös 18. október 2024 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Slot: Sama spurning, sama svar
Aukaspyrnumarki Trent með enska landsliðinu fagnað.
Aukaspyrnumarki Trent með enska landsliðinu fagnað.
Mynd: Getty Images
Van Dijk er fyrirliði Liverpool.
Van Dijk er fyrirliði Liverpool.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þrír lykilmen Liverpool verða samningslausir næsta sumar. Það eru þeir Virgil van Dijk, Trent Alexander-Arnold og Mo Salah.

Hægri bakvörðurinn Trent er yngstur af þeim og er hvað mest orðaður í burtu þessa dagana, mest við Real Madrid.

„Það sem gerðist frá því við ræddum síðast var að þeir voru með landsliðum síðan. Trent skoraði frábært aukaspyrnumark eins og þið sáuð líklega."

„Sama spurning, sama svar,"
sagði Arne Slot, stjóri Liverpool, þegar hann var spurður út í framlengingar á samningum leikmannanna á fréttamannafundi í dag.

„Okkar leikmenn verða alltaf í umræðunni og það er gott að þið spyrjið út í þetta, það þýðir að þeir er uað gera vel, því ef þeir væru að spila illa þá væruð þið ekki að spyrja."

„Ég get ekki sagt ykkur neitt um það (mögulegar framlengingar) á þessum tímapunkti,"
sagði hollenski stjórinn.

Liverpool á heimaeik gegn Chelsea á sunnudaginn. Ljóst er að Caoimhin Kelleher verður í marki Liverpool vegna meiðsla Alisson.

Hann sagði á fundinum að Manchester City og Arsenal hafi verið einu liðin í fyrra sem gátu bæði staðið sig í Meistaradeildinni og í deildinni.

Nú sé það undir Liverpool komið að sýna að liðið geti gert það sama.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 7 6 0 1 13 2 +11 18
2 Man City 7 5 2 0 17 8 +9 17
3 Arsenal 7 5 2 0 15 6 +9 17
4 Chelsea 7 4 2 1 16 8 +8 14
5 Aston Villa 7 4 2 1 12 9 +3 14
6 Brighton 7 3 3 1 13 10 +3 12
7 Newcastle 7 3 3 1 8 7 +1 12
8 Fulham 7 3 2 2 10 8 +2 11
9 Tottenham 7 3 1 3 14 8 +6 10
10 Nott. Forest 7 2 4 1 7 6 +1 10
11 Brentford 7 3 1 3 13 13 0 10
12 West Ham 7 2 2 3 10 11 -1 8
13 Bournemouth 7 2 2 3 8 10 -2 8
14 Man Utd 7 2 2 3 5 8 -3 8
15 Leicester 7 1 3 3 9 12 -3 6
16 Everton 7 1 2 4 7 15 -8 5
17 Ipswich Town 7 0 4 3 6 14 -8 4
18 Crystal Palace 7 0 3 4 5 10 -5 3
19 Southampton 7 0 1 6 4 15 -11 1
20 Wolves 7 0 1 6 9 21 -12 1
Athugasemdir
banner
banner