Efstir á lista ef Guardiola hættir - Alexander-Arnold á leið til Real Madrid - Barcelona hafnaði risatilboði í Yamal - Ten Hag vill De Jong í janúar
banner
   fös 18. október 2024 11:59
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Nuno dæmdur í þriggja leikja bann og greiðir háa sekt
Mynd: Getty Images
Nuno Espirito Santo hefur verið úrskurðaður í þriggja leikja hliðarlínunbann eftir rauða spjaldið sem hann fékk í jafntefli Nottingham Forest gegn Brighton. Hann fær tveggja leikja bann fyrir hegðun sína og virkjar þessi refsing einn leik til viðbótar út af aðvörun sem hann hafði áður fengið.

Hann, Morgan Gibbs-White, leikmaður Forest, og Fabian Hürzeler, stjóri Brighton, voru ákærðir af enska sambandinu vegna hegðunar sinnar í lok leiks liðanna í síðasta mánuði.

Gibbs-White hegðaði sér ósæmilega eftir að hafa fengið rauða spjaldið í leiknum. Hann fer í eins leiks bann, óbreytt eftir að hafa fengið rautt spjald. Hann þarf þá að greiða 20 þúsund pund í sekt.

Hürzeler fer ekki í bann en greiðir átta þúsund pund í sekt. Nuno, sem er stjóri Forest, greiðir 55 þúsund pund í sekt. Það eru tæplega tíu milljónir íslenskra króna.

Nuno og Gibbs-White missa af leiknum gegn Crystal Palace á mánudagskvöld. Nuno missir einnig af leikjunum gegn Leicester og West Ham.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 7 6 0 1 13 2 +11 18
2 Man City 7 5 2 0 17 8 +9 17
3 Arsenal 7 5 2 0 15 6 +9 17
4 Chelsea 7 4 2 1 16 8 +8 14
5 Aston Villa 7 4 2 1 12 9 +3 14
6 Brighton 7 3 3 1 13 10 +3 12
7 Newcastle 7 3 3 1 8 7 +1 12
8 Fulham 7 3 2 2 10 8 +2 11
9 Tottenham 7 3 1 3 14 8 +6 10
10 Nott. Forest 7 2 4 1 7 6 +1 10
11 Brentford 7 3 1 3 13 13 0 10
12 West Ham 7 2 2 3 10 11 -1 8
13 Bournemouth 7 2 2 3 8 10 -2 8
14 Man Utd 7 2 2 3 5 8 -3 8
15 Leicester 7 1 3 3 9 12 -3 6
16 Everton 7 1 2 4 7 15 -8 5
17 Ipswich Town 7 0 4 3 6 14 -8 4
18 Crystal Palace 7 0 3 4 5 10 -5 3
19 Southampton 7 0 1 6 4 15 -11 1
20 Wolves 7 0 1 6 9 21 -12 1
Athugasemdir
banner
banner