Efstir á lista ef Guardiola hættir - Alexander-Arnold á leið til Real Madrid - Barcelona hafnaði risatilboði í Yamal - Ten Hag vill De Jong í janúar
   fös 18. október 2024 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Eddie Howe: Ég ræddi aldrei við þau
Eddie Howe.
Eddie Howe.
Mynd: Getty Images
Eddie Howe, sá stjóri sem var hvað mest orðaður við landsliðsþjálfarastarf Englands áður en Thomas Tuchel var ráðinn, segist ekkert hafa rætt við enska fótboltasambandið.

Howe, sem stýrir Newcastle, var mest orðaður við starfið eftir að Gareth Southgate hætti.

Hann staðfesti hins vegar í morgunsárið að hann hefði ekki rætt við fótboltasambandið.

„Ég fór ekki í viðtal vegna starfsins. Það var ekkert haft samband við mig frá enska sambandinu," sagði Howe sem hefur gert flotta hluti með Newcastle.

Framkvæmdastjóri enska sambandsins sagði í gær að hann hefði rætt við tíu þjálfara áður en Tuchel hefði verið ráðinn.
Athugasemdir
banner