Real Madrid setur Alexander-Arnold í forgang - Barella orðaður við mörg félög - Tekur Montella við af Ten Hag? - Liverpool horfir á varnarmann Sevilla
banner
   fim 17. október 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
„Ómögulegt" að Pogba fari til Milan
Mynd: Getty Images
Miðjumaðurinn Paul Pogba segir engar líkur á því að hann fari til AC Milan í janúarglugganum en þetta sagði hann við Sky Sports í gær.

Pogba snýr aftur á völlinn í mars en þá verður hann búinn að taka út átján mánaða bann fyrir að hafa brotið lyfjareglur.

Framtíð Frakkans hefur mikið verið rædd síðustu daga og hafa erlendir miðlar verið að orða hann við Marseille í heimalandinu, en leikmaðurinn sjálfur hefur neitað fyrir að hann sé á förum frá Juventus.

Zlatan Ibrahimovic, góðvinur Pogba, sinnir nú stóru og mikilvægu starfi hjá AC Milan, en Frakkinn gæti samt ekki hugsað sér að fara þangað.

„Fer ég til AC Milan? Það er ómögulegt. Ibrahimovic veit það að þó hann myndi hringja í mig þá myndi ég samt ekki svíkja Juve. Ég sé mig ekki í annarri treyju og er einbeiting mín á að spila aftur í henni,“ sagði Pogba við Sky.
Athugasemdir
banner
banner
banner