Real Madrid setur Alexander-Arnold í forgang - Barella orðaður við mörg félög - Tekur Montella við af Ten Hag? - Liverpool horfir á varnarmann Sevilla
banner
   fim 17. október 2024 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Varane verður áfram í Como - „Verkefnið hjá Man Utd var ekki fyrir mig“
Mynd: Como
Mynd: EPA
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Ég hafði vonast eftir því að geta haldið áfram að spila, en eftir að ég meiddist fyrst, þann 11. júlí, þá áttaði ég mig á því að þessu væri lokið,“ sagði fyrrum varnarmaðurinn Raphael Varane sem lagði skóna á hilluna á dögunum, aðeins 31 árs að aldri, en hann talaði um ákvörðun sína, framtíðina og margt annað í viðtalinu.

Varane er einn af sigursælustu leikmönnum heims. Hann vann ótal marga titla hjá Real Madrid og var hluti af einni bestu vörn í sögunni.

Meiðsli gerðu það að verkum að hann gat ekki haldið áfram að spila. Hann glímdi mikið við meiðsli þegar hann fór til Manchester United og vonaðist hann eftir nýju upphafi þegar hann samdi við Como, en það ævintýri entist ekki lengi.

„Ég vissi þetta bara, þó þetta hafi ekki verið alvarlegt vandamál, þá fékk ég samt merki um það þegar ég meiddist á vinstra hné. Það hefur þurft að styðja hægra hnéð frá 2013. Þökk sé hægra hnénu gat ég fundið smá jafnvægi í ójafnvæginu.“

„Þannig ef vinstra hnéð segir þér að það sé komið með nóg af því að halda hinu hnénu uppi þá verður þú að hlusta á það. Þessi meiðsli settu mig í algera skrúfu, en í þetta sinn vantaði jafnvægið á milli ánægju og fórnar,“
sagði Varane við L'Equipe.

Varane lagði því skóna á hilluna eftir að hafa spilað aðeins 23 mínútur í bikarleik með Como, en hann verður þó áfram hjá félaginu í öðru hlutverki.

„Framtíð mín er í Como. Ég er enn með margt sem ég get gefið fótboltanum. Ég er að leitast eftir sköpunargáfu og frelsi, ekki þessum róbóta eða jafnvægis hreyfingum,“ sagði Varane.

Hann er að vonast til þess að stóru fótboltasamböndin fara að átta sig á því að þau geta ekki haldið áfram að bæta leikjum við dagatalið, en það er farið að færast verulega í aukanna að leikmenn séu að slíta krossband í hné. Varane vill breytingar.

„Við getum kannski ekki breytt heiminum, en við getum gert hlutina öðruvísi en þeir eru gerðir núna. Þetta er komið út fyrir velsæmismörk og það gæti allt farið til fjandans. Ég er líka að tala um andlega heilsu leikmanna, ekki bara líkamlega heilsu.“

„Skapandi leikmönnum fækkar og nú snýst þetta allt um líkamlega getu. Fótbolti ætti að vera leikur byggður á mistökum, en þau eru fá núna því allt er svo vélmennalegt.“


Hann lofsamaði þá Carlo Ancelotti, fyrrum þjálfara sinn hjá Real Madrid, og ræddi einnig um Manchester United í viðtalinu.

„Sá þjálfari sem gefur þér mesta frelsið til að hreyfa þig og skapa er Carlo Ancelotti. Hann er ekki eins og nýja þjálfaraskynslóðin. Í byrjun síðasta tímabils hjá Manchester United sagði ég að ég væri til að klára ferilinn þar og halda því ævintýri áfram. Það varð ekkert úr því og gerðist ansi margt í sumar.“

„Ég var að leita að einhverju sérstöku og ég fann það í Como. Ég endaði ævintýri mitt hjá Manchester United með bikar, en ég vissi þegar að verkefni félagsins var ekki fyrir mig. Ákvörðun mín að fara til Como var ekki fjárhagsleg eða framandi, heldur hljómaði þetta bara skynsamlega á mannlegu stigi,“
sagði Varane.
Athugasemdir
banner
banner
banner