Real Madrid setur Alexander-Arnold í forgang - Barella orðaður við mörg félög - Tekur Montella við af Ten Hag? - Liverpool horfir á varnarmann Sevilla
   fim 17. október 2024 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pogba íhugaði að hætta í fótbolta
Paul Pogba.
Paul Pogba.
Mynd: Getty Images
Paul Pogba, miðjumaður Juventus, hefur stigið fram í nýju viðtali við Sky Sports þar sem hann lýsir því yfir að hugur hans sé hjá Juventus.


Pogba féll á lyfjaprófi eftir fyrsta deildarleik síðasta tímabils þar sem hann var með of hátt magn af testósteróni í líkamanum og var í kjölfarið dæmdur í fjögurra ára bann frá fótbolta.

Alþjóðlegi íþróttadómstóllinn,CAS, ákvað á dögunum að lækka refsingu hans niður í 18 mánuði og má hann því byrja að æfa í janúar og spila aftur í mars.

Hann segist hafa íhugað að hætta í fótbolta á meðan þetta allt saman var í gangi.

„Það kom upp í huga minn. En um leið og það gerðist, þá henti ég því frá mér. Eiginkona mín hjálpaði mér, hún sagði við mig að ég myndi spila aftur. Fjölskylda mín hjálpaði mér mikið og trú mín á Guð gerði það líka. Lífið heldur áfram," sagði Pogba.

Hann segist vilja spila áfram fyrir Juventus, en félagið virðist ekki vilja halda honum.

„Ég er tilbúinn að taka á mig launalækkun til að vera áfram hjá Juventus. Ég mun tala við Thiago Motta, því ég vil sýna fram á að ég geti aftur orðið frábær fótboltamaður,“ sagði hann enn fremur og bætti við að hann væri svo sannarlega enginn svindlari.
Athugasemdir
banner
banner