Real Madrid setur Alexander-Arnold í forgang - Barella orðaður við mörg félög - Tekur Montella við af Ten Hag? - Liverpool horfir á varnarmann Sevilla
   fim 17. október 2024 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Messi jafnaði met Ronaldo
Mynd: Getty Images
Lionel Messi skoraði þrennu og gaf tvær stoðsendingar er Argentína vann Bólivíu, 6-0, í undankeppni HM á dögunum, en hann jafnaði þar met Cristiano Ronaldo ásamt því að setja nokkur önnur met í leiðinni.

Messi skoraði tíundu landsliðsþrennuna á ferlinum og jafnaði í leiðinni met Ronaldo, sem hefur einnig skorað tíu þrennur.

Ekki nóg með það þá er Messi sá fyrsti frá Suður-Ameríku til að skora þrjár þrennur í undankeppni HM.

Hann er þá þriðji leikmaðurinn að skora tvær þrennur gegn sama landsliðinu, á eftir brasilísku goðsögnunum Tostao og Zico.

Þetta var þá í fyrsta sinn síðan 2009 þar sem leikmaður kemur að fimm mörkum í sama leiknum en Joaquin Botero skoraði þrjú og lagði upp þrjú í óvæntum 6-1 sigri Bólivíu á Argentínu.

Undankeppnin hjá Argentínu gengur vel fyrir sig. Liðið er á toppnum með 22 stig eftir tíu leiki, þremur stigum á undan Kólumbíu og sex stigum á undan erkifjendunum í Brasilíu.
Athugasemdir
banner
banner