Real Madrid setur Alexander-Arnold í forgang - Barella orðaður við mörg félög - Tekur Montella við af Ten Hag? - Liverpool horfir á varnarmann Sevilla
   fim 17. október 2024 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Meistaradeild kvenna í dag - Stórslagur í Wolfsburg
Sveindís Jane og stöllur mæta Lyon
Sveindís Jane og stöllur mæta Lyon
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Wolfsburg og Lyon, tvö af stærstu félögum Evrópu, mætast í stórslag í Meistaradeild kvenna í kvöld.

Lyon er sigursælasta lið keppninnar frá upphafi með átta titla á meðan Wolfsburg er með tvo. Þýska liðið hefur komist sex sinnum í úrslit en tapað þrisvar í úrslitum gegn Lyon og einu sinni gegn Barcelona.

Landsliðskonan Sveindís Jane Jónsdóttir er á mála hjá Wolfsburg og gæti því spilað gegn Lyon í kvöld en leikurinn hefst klukkan 19:00. Wolfsburg tapaði fyrsta leik sínum gegn Roma í keppninni á meðan Lyon vann sinn leik gegn Galatasaray.

Á sama tíma mun Amanda Andradóttir og stöllur hennar í Twente mæta Englandsmeisturum Chelsea. Twente er á toppnum í B-riðli með 3 stig, eins og Chelsea sem er í öðru sæti.

Leikir dagsins:
16:45 Galatasaray W - Roma W
16:45 Real Madrid W - Celtic W
19:00 Twente W - Chelsea W
19:00 Wolfsburg - Lyon
Athugasemdir
banner
banner