Real Madrid setur Alexander-Arnold í forgang - Barella orðaður við mörg félög - Tekur Montella við af Ten Hag? - Liverpool horfir á varnarmann Sevilla
   fim 17. október 2024 15:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ríkasti maður Frakklands vill kaupa félag sem er í skugga PSG
Bernard Arnault.
Bernard Arnault.
Mynd: Getty Images
Bernard Arnault, ríkasti maður Frakklands, er í samstarfi við Red Bull í viðræðum um kaup á Paris FC.

Fyrirtæki Arnault vill kaupa meirihluta í félaginu. Red Bull er að ráðleggja fyrirtæki hans og vonast til að kaupa minnihluta.

Í yfirlýsingu frá Paris FC segir að fyrirtæki Arnault sé með metnað til að koma karla- og kvennaliði félagsins í fremstu röð í Frakklandi og í hjörtum Parísarbúa.

Paris FC er sem stendur á toppi B-deildarinnar í Frakklandi en félagið var síðast í efstu deild árið 1979. Kvennaliðið er í fjórða sæti efstu deildar.

Það væri gaman að sjá Paris FC veita Paris Saint-Germain samkeppni í framtíðinni, en PSG er sem stendur eina félagið úr frönsku höfuðborginni sem er í efstu deild karla. Paris FC hefur fallið mikið í skuggann á PSG í fjöldamörg ár.

Arnault er fimmti ríkasti maður í heimi. Hann er eigandi, stjórnarformaður og framkvæmdastjóri LVMH sem á merki eins og Louis Vuitton, Dior og TIffany.

Red Bull er orkudrykkjaframleiðandi sem hefur látið mikið til sín taka í fótboltanum. Fyrirtækið á félög út um allan heim og gæti núna bætt Frakklandi í safnið.
Athugasemdir
banner
banner