Real Madrid setur Alexander-Arnold í forgang - Barella orðaður við mörg félög - Tekur Montella við af Ten Hag? - Liverpool horfir á varnarmann Sevilla
   fim 17. október 2024 22:08
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Amorim ætlar ekki að elta Viana til Man City
Mynd: Getty Images

Það hefur verið staðfest að Hugo Viana muni yfirgefa Sporting og verða yfirmaður fótboltamála hjá Manchester City í sumar.


Óvissa er með framtíð Pep Guardiola sem er að renna út á samning hjá félaginu en fjölmiðlar hafa verið að orða Ruben Amorim, stjóra Sporting, við stjórastólinn hjá City. Hann hefur tjáð sig um orðróminn.

„Okkar leiðir eru mismunandi. Ráðningin á honum þýðir ekki að ég sé að fara til Man City. Við höfum átt gott samband í vinnunni," sagði Amorim.

Sporting fær Man City í heimsókn í Meistaradeildinni í byrjun nóvember. Amorim segir að Viana fái ekki að taka neinn þátt í undirbúningi leiksins.

„Það verður allt eins til loka tímabilsins. Augljóslega getur Viana ekki komið inn í búningsklefann í vikunni fyrir Man City leikinn til að koma í veg fyrir árekstra. Annars verður allt eins."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner