Real Madrid setur Alexander-Arnold í forgang - Barella orðaður við mörg félög - Tekur Montella við af Ten Hag? - Liverpool horfir á varnarmann Sevilla
banner
   fim 17. október 2024 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Valur í viðræðum við Kristófer Inga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur er í viðræðum við Kristófer Inga Kristinsson, leikmann Breiðabliks, en þetta herma heimildir Fótbolta.net.

Kristófer er 25 ára gamall sóknarmaður sem kom til Breiðabliks frá VVV Venlo á síðasta ári.

Á tveimur tímabilum hans með Blikum hefur hann skorað 6 mörk í 24 deildarleikjum, en samningur hans við félagið rennur út um áramótin og er honum því frjálst að byrja að ræða við önnur félög.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hefur Valur sett sig í samband við Breiðablik og látið félagið vita af því að það sé að ræða við Kristófer, en Blikar eru einnig í viðræðum og halda í vonina um að hann framlengi samning sinn.

Kristófer er uppalinn hjá Stjörnunni en fór ungur að árum til Willem II í Hollandi. Einnig hefur hann spilað með Grenoble, unglinga- og varaliði PSV og SönderjyskE. Hann á 33 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands og skorað tvö mörk.
Athugasemdir
banner