Real Madrid setur Alexander-Arnold í forgang - Barella orðaður við mörg félög - Tekur Montella við af Ten Hag? - Liverpool horfir á varnarmann Sevilla
   fim 17. október 2024 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Líklegri til að skrifa undir ef Man City fær harða refsingu
Pep Guardiola með Ilkay Gundogan.
Pep Guardiola með Ilkay Gundogan.
Mynd: Getty Images
Það hefur verið mikið rætt og skrifað um framtíð Pep Guardiola síðustu daga.

Guardiola á bara eitt ár eftir af samningi sínum við Manchester City og var hann orðaður við enska landsliðið áður en Thomas Tuchel var ráðinn þangað.

Það er óvíst hvað gerist hjá Guardiola en það er nokkur óvissa í kringum Man City þessa stundina út af stóru dómsmáli í kringum félagið.

The Athletic segir frá því í dag að Guardiola sé líklegri til að skrifa undir nýjan samning ef City verður dæmt í málinu. Möguleiki er þá að Englandsmeistararnir verði dæmdir niður um deildir en samkvæmt heimildum The Athletic er þá líklegra að Guardiola verði áfram.

„Heimildarmenn nánir Pep Guardiola telja að ef Manchester City verði dæmt og refsað harðlega þá verður það líklegra að hann skrifi undir nýjan samning vegna þess að hann myndi ekki vilja skilja við félag sem hann elskar á erfiðum stað," segir í grein The Athletic.
Athugasemdir
banner
banner